08.03.1933
Neðri deild: 19. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2738 í B-deild Alþingistíðinda. (4475)

59. mál, stjórnarskipunarlög

Magnús Jónsson:

Það eru aðeins örfá orð út af því, sem hæstv. forsrh. sagði, að hann gæti ekki að því gert, þó að þeir þm., sem studdu samsteypustj. í fyrra, kipptu nú að sér hendinni. Ég vil taka það skýrt fram, að þessum ummælum hans getur ekki verið beint til sjálfstæðismanna. Þeirra fylgi við samsteypustj. er óbreytt frá í fyrra, en við ætlumst til þess, að stjórnarskrármálið verði leyst á þessu þingi, og við þá kröfu er fylgi okkar bundið, eins og í fyrra. En fari svo, að þetta frv. nái ekki fram að ganga nú, þá stafar það af vanfylgi annara þingflokka.

Það er svo fjarri því, að ég ætlist til, að stj. fari frá völdum, að ég er þvert á móti að hvetja hana til að tryggja þessu frv. nægilegt fylgi þingmanna úr Framsfl.