08.03.1933
Neðri deild: 19. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2741 í B-deild Alþingistíðinda. (4478)

59. mál, stjórnarskipunarlög

Magnús Jónsson:

Ég get nú raunar fallið frá þessari aths., því hæstv. dómsmrh. hefir tekið af mér ómakið að svara hv. þm. Seyðf. Það var fremur brosleg fyrirspurn, sem hann beindi til okkar sjálfstæðismanna út af ummælum, sem ég lét falla í síðustu ræðu minni. Það verður að teljast broslegt, að hv. jafnaðarmenn skuli vera að beina til okkar fyrirspurnum um, hvað við ætlum að gera framvegis í hinum og þessum málum, meðan þeir hafa ekki einusinni sagt, hvort þeir ætla að verða með eða móti frv., sem fyrir liggur. Það virðist vera nær fyrir þá að gera fyrst hreint fyrir sínum dyrum.