24.05.1933
Neðri deild: 82. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2793 í B-deild Alþingistíðinda. (4522)

59. mál, stjórnarskipunarlög

Frsm. meiri hl. (Bergur Jónsson):

Ég vil aðeins geta þess, að ég var ekki á þeim fundi, þar sem þessar brtt. voru ákveðnar, og ég mun ekki fylgja þeim. Það var samþ. af framsóknarmönnum hér við 2. umr., að þm. skyldu vera 48, jöfnunarsæti 10. Þetta var gert með það fyrir augum, að þessi tala myndi vera nægileg til jöfnunar. Ef gengið er inn á þá braut, að breyta þeirri tölu, þá sé ég enga ástæðu til þess að binda sig frekar við 11 uppbótarþingsæti en 12. Ef við göngum yfirleitt inn á þá skoðun, að það sé nauðsynlegt til þess að fullnægja hinu svo kallaða flokkslega jafnrétti að hafa jöfnunarþingsætin fleiri en 10, þá sé ég enga ástæðu til að binda sig frekar við 11 en 12. Ef jafnaðarmenn taka sínar till. upp um það, að jöfnunarþingsætin séu 12, mun ég þess vegna eins geta fylgt þeim.