24.05.1933
Neðri deild: 82. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2806 í B-deild Alþingistíðinda. (4543)

59. mál, stjórnarskipunarlög

Hannes Jónsson:

Ég vil taka það fram, af því að hv. þm. G.-K. sagði, að mér væri vel kunnugt um þessa brtt., að við framsóknarþm. höfðum fram til kl. 12 í dag fulla ástæðu til að ætla, að afgreiðsla þessa máls yrði allt önnur en nú virðist. Hv. þm. Str. þarf ekki að hrista höfuðið yfir því; hann má hrista það, þangað til það fer af honum, því að þetta er sannleikur.