03.06.1933
Efri deild: 89. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2864 í B-deild Alþingistíðinda. (4598)

59. mál, stjórnarskipunarlög

Jón Jónsson:

Mín afstaða er sú sama og hún hefir verið. Ég hefi tekið skýrt fram, að ég fæli ekki einum manni umboð til samninga upp á þessi býti. T. d. er landslistafyrirkomulagið svo langt frá mínu sjónarmiði, sem ég setti mér um uppbótarsætin, að það er ekki hægt að telja neinar brigður af minni hálfu, þó að ég fylgi minni till., sem á að ráða bót á því, að sveitunum er ekki tryggður þeirra réttur eins vel og á verður kosið. Ég lýsi því líka yfir, að ef mín till. verður felld, þá fylgi ég varatill. hv. 1. þm. Reykv., þótt hún gangi ekki eins langt og mín.