18.02.1933
Neðri deild: 4. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 642 í B-deild Alþingistíðinda. (467)

4. mál, bifreiðaskatt og fl.

Fors.- og fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson) [óyfirl.]:

Þetta frv. er aðallega um framlengingu á bifreiðaskattslögunum, sem sett voru á seinasta þingi, auk nokkurra smáleiðréttinga. Grg. frv. ber með sér, hver hefir orðið árangur skattalöggjafar þessarar. Benzín- og hjólbarðaskattur hefir á síðasta ári orðið 135 þús. kr., auk hins gamla bifreiðaskatts, 125 þús. kr. Talið er líklegt, að skatturinn nemi á þessu ári um 300 þús. kr. Er hér lagt til, að l. verði framlengd, enda svo til ætlazt á síðasta þingi, að þessi tímatakmörkun væri aðeins til þess, að l. yrðu endurskoðuð, ef nauðsyn krefði. Samkv. áliti vegamálastjóra og tollstj. hefir ekki verið ástæða til frekari breyt. á l. en fram kemur í hinum 4 gr. frv.

Legg ég til, að að lokinni umr. verði frv. vísað til hv. fjhn.