29.03.1933
Neðri deild: 39. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 549 í C-deild Alþingistíðinda. (4683)

132. mál, bæjarútgerð Reykjavíkur

Flm. (Héðinn Valdimarsson):

Ég veit ekki, hvað hv. 4. þm. Reykv. hefir til síns máls í því, að þetta sé á móti vilja bæjarstj., því að sú till., sem um getur í grg., er að vísu samþ. á móti meiri hluta sjálfstæðisflokksins, en þó er hún samþ. með 8 atkv., svo að það er gert með meiri hluta bæjarstj. Þó að það sé ekki eftir beiðni bæjarstj., að þetta frv. er flutt, þá er það þó a. m. k. eftir ósk þeirra, sem eru með því að auka atvinnu á þennan hátt í bænum. Við skyldum hugsa okkur það, að eitt atkv. flyttist yfir um, þannig, að það yrði á móti þessu, þá vil ég þó taka það fram, að það sýnir alls ekki vilja bæjarmanna í þessu. Ef þingið óskaði eftir því, mætti með atkvgr. sanna, að það mundi hafa meiri hluta kjósenda bæjarins á bak við sig að stofna til bæjarútgerðar. Hér á að kjósa í bæjarstj. á næsta ári, og þá er ekki víst, að þeir verði í meiri hl., sem nú berjast á móti bæjarútgerð.