03.04.1933
Neðri deild: 43. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 555 í C-deild Alþingistíðinda. (4707)

141. mál, stóríbúða- og háleiguskatt til húsnæðisbóta

Flm. (Haraldur Guðmundsson) [óyfir1.]:

Þetta frv. er því nær óbreyttur kafli úr kreppufrv., er við fluttum hér á þingi 1931. Hefir það legið fyrir þinginu síðan, að efni til óbreytt að mestu leyti, nema að því, að hér er gert ráð fyrir, að fénu sé dálítið öðruvísi varið en þar.

Álít ég, að það geti gefizt vel hér eins og erlendis að leggja skatt á þá, sem leigja dýrar en þörf er á eða hafa dýrara húsnæði en sanngjarnt er. Er gert ráð fyrir, að þetta gildi aðeins til ársloka 1935. En til þess að ekki verði sagt, að þetta dragi úr mönnum kjark til að byggja hús, þá er lagt til, að hús þau, sem byggð verða á þessu tímabili, séu skattfrjáls.