03.04.1933
Neðri deild: 43. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 557 í C-deild Alþingistíðinda. (4715)

143. mál, lækkun vaxta

Flm. (Haraldur Guðmundsson) [óyfirl.]:

Ég hefi við umr. um frv. til 1. um, að enginn megi greiða hærri vexti af innlánsfé en Landsbankinn ákveður, gert grein fyrir efni þessa frv. Hér er gert ráð fyrir því, að Alþingi ákveði hámark innlánsvaxta, en að ríkisstj. sé svo falið að sjá um, að útlánsvextir lækki tilsvarandi hátt, en ekki aðeins hjá peningastofnunum, heldur einnig hjá einstaklingum.

Þetta frv. hefði átt að fara til fjhn. Ég beindi til hennar tilmælum um að afgr. ekki hitt frv., sem ég nefndi, fyrr en hún væri búin að athuga þetta, en þessu vildi n. ekki sinna. Vil ég því mælast til þess, að þessu frv. verði vísað til kreppun.