28.02.1933
Efri deild: 12. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 621 í C-deild Alþingistíðinda. (4809)

46. mál, kaup á skuldum

Jón Baldvinsson:

Ég held, að það sé alveg rétt, sem oft hefir verið minnzt á, að þegar á að ganga hart að mönnum fyrir gamlar verzlunarskuldir, þá eigi þeir að fá vernd, svo að ekki verði allt tekið af þeim. En ef þetta frv. á að verða mönnum til hjálpar, þá þarf það einhverrar lagfæringar við, því að það verður sýnilega til að minnka lánstraust manna. Ég vil því spyrja hv. flm., hvort það sé meiningin hjá honum, að þessi vernd eigi eingöngu að ná til samvinnufélaga; það má skilja það svo eftir orðalagi 1. gr. frv.