01.03.1933
Neðri deild: 13. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 653 í B-deild Alþingistíðinda. (482)

4. mál, bifreiðaskatt og fl.

Pétur Ottesen:

Hv. frsm. meiri hl. fjhn. sagði, að á sama mætti standa, hvort gerð væri breyt. á 7. gr. 1., þar sem ráðh. er gefin heimild til að gefa eftir benzínskattinn, eða endurgreiða hann, með ákvæðum reglugerðar. Þetta er tvöfaldur misskilningur. Í fyrsta lagi er nú það, að ef hæstv. fjmrh. hefði ekki nú lýst yfir því, að þessi heimild yrði notuð, þá hefði verið sjálfsagt að festa þetta ákvæði í 1., þannig að um skyldu væri að ræða, en ekki heimild. Í öðru lagi er stór munur á því, hvar lágmarkið er sett, hvort heldur við 750 l., eins og nú er í 1., eða 500 1., eins og fjhn. leggur til, eða þá 250 l., eins og við, sem flytjum brtt. 64, leggjum til. Með 750 l. og 500 1. ákvæðinu kæmust flestir smábátar undir skattgreiðslu, en slyppu flestir, ef lágmarkið væri 250 l. Það þarf varla um það að ræða, hvaða vit væri í því að taka smærri opna vélbáta eina út úr og láta þá greiða skatt til vega, þegar engar kvaðir um slíkt liggja á annari útgerð. Það er alveg sjálfsagður hlutur, að smábátar, sem benzín nota, séu undanþegnir þessum skatti. Hæstv. fjmrh. komst þannig að orði, að það væri smávægilegt kvabb að vera að undanþiggja smábátana skattgreiðslu til vega. Þetta orðalag hlýtur að vera sérstök slysni, hjá jafnorðhögum manni og hæstv. ráðh. er.