02.03.1933
Efri deild: 14. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 635 í C-deild Alþingistíðinda. (4826)

47. mál, sjórnarskrárbreytingu

Jón Baldvinsson:

Aðeins nokkur orð út af þessum kosningum.

Í sambandi við umr. hér í d. í gær um stjskrfrv. mitt skýrði ég frá því, að ég mundi skila sérstökum lista við þessar kosningar. Gekk ég út frá því, að Alþfl. yrði leyft að koma að manni í þessa n. enn, eins og í fyrra, vegna þess, hve þetta er mikilvægt mál, enda varð þessu greiðlega framgengt við háða flokkana á síðasta þingi, bæði hér í þessari d. og í Nd., og eins við skipun mþn. í stjórnarskrármálinu sumarið 1931. - Í gær leituðu framsóknarmenn hófanna um það hjá mér, hvort ég mundi vilja kjósa með þeim form. stjskrn., og svaraði ég þessu neitandi, af því að ég vildi ekki binda mig fyrirfram í þessu efni. Af þessum ástæðum geri ég ráð fyrir, að framsóknarmenn hafi nú haft 3 menn á lista sínum, til þess svo af sinni hálfu að útiloka Alþfl. frá þessari nefnd. Hinsvegar hefir Sjálfst.fl. boðið mér þriðja sæti á sínum lista, og mun ég þiggja það, enda þótt heppni verði um það að hlíta, hvort að gagni má koma. Samkv. þessu tek ég þá aftur lista minn, sem ég lagði fram áðan.