06.03.1933
Efri deild: 17. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 661 í C-deild Alþingistíðinda. (4868)

62. mál, niðurjöfnunarnefnd í Reykjavík

Fors.- og fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson):

Sú festa, sem ég átti við, að fylgi núv. fyrirkomulagi, stafar af því að hafa þar einn fastan, stjórnskipaðan mann. Hitt tel ég óheppilegt, að niðurjöfnunarreglur breytist í hvert skipti sem breyting verður á bæjarstjórnarmeirihluta. Að vísu verða alltaf breytingar á því, hve miklu þarf að jafna niður, en reglurnar um niðurjöfnun eiga að vera óbreyttar ár frá ári.

Ég tók hér til máls af því að ég tel, að fjármálaráðherra sé ekki alveg óviðkomandi, hvaða reglur gilda í landinu um skatta- og útsvarsmál.