02.06.1933
Efri deild: 87. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 655 í C-deild Alþingistíðinda. (4878)

57. mál, hámarkslaun

1) JakM:

Ég lít svo á, að frv. sé þegar fallið, vegna þess að við atkvgr. um 1. gr. greiddu 5 atkv. á móti. 6 með og 3 greiddu ekki atkv., en þegar þeir gerðu grein fyrir, hvers vegna þeir greiddu ekki atkv., lýstu þeir sig allir mótfallna frv., þó þeir tjáðu sig að einhverju leyti hlynnta stefnu þess. Það kom ótvírætt fram, að þeir álitu ekki frv. ná tilgangi sínum, og voru þess vegna á móti því. Þannig hafa í raun og veru komið fram 8 atkv. á móti frv., en aðeins 6 með því, og sé ég því ekki ástæðu til að greiða atkv.