08.03.1933
Efri deild: 19. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 665 í C-deild Alþingistíðinda. (4893)

63. mál, tóbaksvörugerð

Jón Baldvinsson:

Forstjóri tóbakseinkasölu ríkisins hefir oft haft orð á því, að nauðsynlegt væri að koma upp innlendri tóbaksvörugerð í sambandi við einkasöluna, og teldi ég það hentugra fyrirkomulag en það, sem hv. flm. stingur upp á. Tel ég því heppilegast, að þetta mál verða athugað í n. á þeim grundvelli, að tóbakseinkasalan sjálf komi sér upp slíkum iðnaði. Geri ég ráð fyrir, að n. myndi senda forstjóra einkasölunnar málið til athugunar. Þykir mér sennilegt, að hann hafi þegar hugsað þetta mál rækilega og geti gefið um það töluverðar upplýsingar.