14.03.1933
Efri deild: 24. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 699 í C-deild Alþingistíðinda. (4961)

96. mál, eignarnámsheimild á nokkrum löndum og afnotarétti landsvæða í Hafnarfirði

Páll Hermannsson:

Hv. flm. beindi til landbn. ósk um, að hún hraðaði þessu máli, og er auðvitað ekkert út á það að setja. En ég vil benda hv. flm. á, að það virðist svo sem nokkuð sérstaklega standi á um þetta mál. Hér eru nú komin fram í d. 3 frv., öll um sama málið, og hefir farið svo, að það frv., sem síðar kemur, yfirbýður alltaf það næsta á undan. Þetta er greinilegast með síðasta frv., það sem nú er hér til umr., því að það er langvíðtækast. Hv. flm. hlýtur að skilja, að landbn. óski að doka við, til þess að sjá, hvort ekki kemur fjórða frv., sem býður enn betur en hv. 2. landsk., og má hann því ekki verða fyrir vonbrigðum, þó að afgreiðsla málsins geti dregizt eitthvað.