30.03.1933
Neðri deild: 40. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 494 í C-deild Alþingistíðinda. (4996)

115. mál, áfengislög

Forseti (JörB):

Hin rökstudda dagskrá, sem mér hefir borizt í hendur, frá hv. þm. Ísaf., hljóðar þannig:

Neðri deild Alþingis skírskotar til þess:

1. að meðan áfengisbannið var fullkomnast var drykkjuskapur áreiðanlega minnstur í landinu,

2. að með hverri tilslökun hefir drykkjuskapur aukizt,

3. að þrátt fyrir allt er drykkjuskapur minni á Íslandi en í nokkru landi, þar sem ekki er bann,

4. að ef það, sem eftir er af banninu, væri að fullu afnumið, mundi mikil hætta á, að drykkjuskapur margfaldaðist,

5. að ósæmilegt er að afla ríkissjóði tekna með innflutningi sterkra drykkja, sem leiðir til aukinnar áfengisnautnar og meðfylgjandi hörmunga fyrir land og lýð,

6. að óverjandi er að afnema bannið að fullu, án þess að bera það undir þjóðaratkvæði og tekur fyrir næsta mál á dagskrá.