09.03.1933
Neðri deild: 20. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 62 í C-deild Alþingistíðinda. (5006)

71. mál, takmörkun eða bann innflutnings á óþörfum varningi

Haraldur Guðmundsson [óyfirl.]:

Ég geri ráð fyrir því, að afstaða ýmissa til þess, hvort innflutningshöftin eigi að framlengja, geti farið nokkuð eftir því, hvort stj. hyggst að geta gert þær ráðstafanir, sem þarf til þess að fyrirhyggja þá óeðlilegu verðhækkun, sem leitt hefir af innflutningshöftunum. Ég vil leyfa mér að spyrja hæstv. fjmrh., hvort hann, ef innflutningshöftin verða framlengd, þ. e. frv. ekki samþ., muni reyna að gera slíkar ráðstafanir.

Það er vitað, eins og hv. 3. þm. Reykv. sagði í ræðu sinni, að innflutningshöftin hafa gefið verzlunum færi á því að selja vörur, sem innflutningshöftin ná til, við miklu hærra verði en eðlilegt er. bæði þær vörubirgðir, sem til voru, þegar höftin voru sett, og líka þær, sem leyfi hefir verið fengið til að flytja inn. Einkum hækkar verðið þegar þær eru skattlagðar líka. Enda er það víst, að verðlag á ýmsum þeim vörum, sem innflutningshöftin ná til, er hærra hér en í nágrannalöndunum. Álagningin á margar þessar vörur hlýtur að vera gífurleg.

Ég vildi óska, að hæstv. fjmrh. vildi svara þessari fyrirspurn, því að afstaða ýmissa þm. til innflutningshaftanna mun fara allmikið eftir því, hvað stj. segir.