13.05.1933
Neðri deild: 73. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 209 í C-deild Alþingistíðinda. (5011)

124. mál, geldingu hesta og nauta

Frsm. (Lárus Helgason):

Þetta litla frv. er orðið svo þekkt hér í d., að varla mun þörf á löngum umr. um það nú. Ég vil aðeins láta þess getið f. h. n., að hún hefir ekki getað fallizt á þær breyt., sem Ed. gerði á frv., en vill breyta því í sama horf og það hafði, þegar málið var afgr. frá þessari d.

Það er kunnugt, að nú er mjög víða farið að svæfa dýrin áður en gelding fer fram, einkum hesta, og n. er ekki kunnugt um annað en það hafi gengið mjög vel. Um staðdeyfinguna er aftur á móti mjög óvíst, að hve miklum notum hún muni geta komið, og er hætt við, að þar yrði um meira kák að ræða.

Þetta frv. hefir allt frá byrjun verið flutt í mannúðarskyni, enda hefir d. tekið málinu vel, þó að erfiðlega hafi gengið að koma því gegnum þingið. Ed. hefir alltaf staðið einkennilega í vegi þess, að frv. gæti orðið að 1. Eins og hv. þdm. muna, þá samþ. hún í fyrra frv. óbreytt að öðru leyti en því, að l. skyldu ekki koma til framkvæmda fyrr en eftir 2 ár, en það vildi Nd. ekki fallast á. Nú hefir Ed. sleppt því, en fundið upp á þessu til að reyna að koma í veg fyrir, að málið geti gengið fram.

Ég álít, að óþarfi sé að fara fleiri orðum um þetta, en vona, að hv. d. sýni sama vilja og áður í þessu máli með því að samþ. brtt. n.