01.03.1933
Neðri deild: 13. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 681 í B-deild Alþingistíðinda. (502)

4. mál, bifreiðaskatt og fl.

Magnús Jónsson:

Hv. 2. þm. Eyf. trúir því ekki, að margar bifreiðar komi sama sem aldrei á vegakerfi landsins. Ég get ekki gefið honum trúna. Annars skein það út úr ræðu hans, að hann átti aðallega við fólksflutningsbifreiðar, en það er misskilningur, það eru vöruflutningsbifreiðarnar, sem ég átti við, þær skipta hundruðum, sem aldrei fara út fyrir bæinn. (BSt: Ekki einu sinni inn að Elliðaánum?). Ég veit ekki, hvað þær eiga að gera inn að Elliðaám. Það eru mörg hundruð bifreiðar hér í bænum, sem eingöngu eru notaðar til flutninga innan bæjar og við höfnina, bæði á fiski, kolum og öðrum vörum.