11.03.1933
Neðri deild: 22. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 709 í B-deild Alþingistíðinda. (535)

4. mál, bifreiðaskatt og fl.

Dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Ég ætla, að ekki þurfi að rekja tildrögin að því, að hælið var reist. En þetta mál kom til umr. í fjvn. í fyrra. Og af því að ég var sjálfur í n., er mér kunnugt um þetta. Álit n. var þá, að þetta hæli væri orðið algerlega hliðstætt Vífilsstaðahælinu. En það mun rétt, að aldrei hafi farið fram formleg afhending Kristneshælis til ríkisins. Þess vegna hefi ég ekkert á móti brtt. Mér finnst það eðlileg varfærni hjá n. að hafa brtt. þannig. En ef brtt. verður samþ., verður það til þess, að flýtt verði formlegri afhendingu hælisins til ríkisins.