11.03.1933
Neðri deild: 22. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 709 í B-deild Alþingistíðinda. (536)

4. mál, bifreiðaskatt og fl.

Jónas Þorbergsson:

Ég vildi aðeins geta þess, að mér er kunnugt, að það félag, sem var stofnað til þess að reisa þetta hæli, er nú hætt að starfa og hefir því enga skipulega stjórn. Hygg ég því, að nokkrir erfiðleikar geti orðið á því að finna þá réttu aðila, sem bæri að afhenda hælið til ríkisins. En þar sem það hinsvegar upplýstist með ræðu hæstv. dómsmrh., að fjvn. hefir skilið það svo og viðurkennt, að hælið væri þegar opinber eign, virðist mér till. hv. fjhn. ekki nauðsynleg, en geti leitt til örðugleika. Vil ég biðja hv. n. að athuga, hvort hún telji nauðsynlegt að halda till. til streitu.