10.03.1933
Neðri deild: 21. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 744 í B-deild Alþingistíðinda. (620)

13. mál, heimild til að afmá veðskuldbindingar úr veðmálabókum

Dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Þetta frv. er hingað komið frá hv. Ed. og hefir fengið greiðan gang gegnum hana, og ég vona, að svo verði einnig hér í þessari hv. d. Frv. gengur út á einskonar endurskoðun á veðmálabókum landsins, til þess að létta undir og greiða fyrir þeim mönnum, sem eru svo óheppnir, að ekki er aflýst veðskuldum, sem þinglýst hefir verið, en greiddar eru. Þetta kemur sér oft illa, þegar á að fá lán út á þessar eignir, og fyrir því er valin leið til þess að fá strikaðar út þessar skuldir, leið, sem er svipuð þeirri leið, sem einu sinni hefir verið farin hér á landi, með 1. frá 1893, en þau þóttu þá hafa gefizt vel, og þar sem liðin eru nú 35 ár síðan þau voru gefin út, þá sýnist rétt að reyna aftur sömu aðferð til þess að má úr veðmálabókum þau veðbréf, sem greidd eru en óaflýst.

Ég vildi svo leyfa mér að óska, að málinu yrði vísað til allshn. Það gekk í gegnum þá n. í Ed.