03.04.1933
Efri deild: 41. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 770 í B-deild Alþingistíðinda. (674)

32. mál, ullarmat

Atvmrh. (Þorsteinn Briem):

Það er bara út af þeim ummælum, sem féllu síðast, að ég kann ekki rétt vel við það orðalag, „opinberar“ verzlanir. Það eru ekki til aðrar löglegar verzlanir en þær, sem kallast geta opinberar, og mætti því þetta orð falla burt. Ég veit ekki, hvort n. vildi taka það til athugunar.