05.04.1933
Efri deild: 43. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 770 í B-deild Alþingistíðinda. (677)

32. mál, ullarmat

Frsm. (Páll Hermannsson):

Við 2. umr. þessa frv. var bent á, að betur mætti fara annað orðalag á 2. brtt. n. þá. N. hefir fallizt á þetta og orðað brtt. um, svo sem sjá má á þskj. 335. Hér er þó um enga efnisbreyt., aðeins orðabreyt. að ræða. Þá hafði n. sézt yfir það að ákveða þessari nýju gr. stað í 1. Er úr þessu bætt nú og lagt til, að þessi nýja gr. komi inn í 1. á eftir 1. gr.

Ennfremur leggur n. til, að ef frv. þetta verður lögfest, þá verði texti þess færður inn í meginmál l. frá 1915. Þetta frv. er svo stutt, að ekki er um mikla fyrirhöfn að ræða, þó það sé gert. — Hygg ég þá, að ekki þurfi fleiri orð að hafa um þessar brtt.