06.03.1933
Neðri deild: 17. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 773 í B-deild Alþingistíðinda. (687)

19. mál, sjúkrahús og fl.

Vilmundur Jónsson:

Ég held, að till. hæstv. dómsmrh. gangi of langt. Það er alveg rétt að hindra veðsetningu þeirra stofnana, sem að miklum hluta eru byggð fyrir fé úr ríkissjóði. En sé um privatstofnanir að ræða, þá þykir mér of hart að farið, ef þær eiga ekki að fá styrk úr ríkissjóði nema með þessum ströngu skilyrðum. Ég mun því bera fram skrifl. brtt. við brtt. hæstv. dómsmrh., þess efnis, að orðin „eða hún er rekin með styrk úr ríkissjóði“, falli niður.