06.03.1933
Neðri deild: 17. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 774 í B-deild Alþingistíðinda. (691)

19. mál, sjúkrahús og fl.

Vilmundur Jónsson:

Nú er það svo, að í fjárl. er veittur rekstrarstyrkur til ýmsra sjúkrahúsa. Ef þessi brtt. hæstv. dómsmrh. yrði samþ., verður að spyrjast fyrir um það í hvert skipti áður en slíkur styrkur er veittur, hvaða veðskuldir hvíla á stofnuninni. Og séu þær of miklar, má ekki styrkja þær af ríkisfé. En ríkisstj. hefir alltaf í hendi sér þessa rekstrarstyrki, svo að hún getur alveg ráðið því, hvort hún vill veita þá eða ekki. En það er öðru máli að gegna, hafi ríkissjóður strax í upphafi veitt mikinn hluta byggingarkostnaðarins. Annars er þetta ekkert aðalatriði.