06.03.1933
Neðri deild: 17. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 774 í B-deild Alþingistíðinda. (694)

19. mál, sjúkrahús og fl.

Tryggvi Þórhallsson:

Ég álít, að það sé full ástæða til þess, að n. athugi þetta mál betur, áður en það fær endanlega afgreiðslu hér í hv. d. Ég veit það frá starfi mínu við Búnaðarbankann, að kauptún, sem hafa fengið ræktunarsjóðslán, veðsetja fyrir þeim eignir og tekjur kauptúnanna. Í þessari almennu veðsetningu eru allar eignir kauptúnanna innifaldar, þar á meðal sjúkrahús. Svona er sennilega ástatt víða, og vildi ég beina því til hv. n. að athuga þetta mál á breiðari grundvelli en hún hefir gert hingað til, og óska ég, að málið verði tekið af dagskrá.