15.03.1933
Efri deild: 25. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 781 í B-deild Alþingistíðinda. (717)

31. mál, tilbúningur og verslun með smjörlíki og fl.

Jón Baldvinsson:

Ég vil leyfa mér að beina því til hv. frsm. landbn., hvort n. vildi ekki íhuga breyt. við 6. gr. frv., í þá átt að ákveða hámark þess hundraðshl., sem skylt er að hafa af íslenzku smjöri í öllu smjörlíki. Mér hefði fundizt eðlilegra að ákveða hámark, sem stj. mætti fara allt að. Mig minnir, að nú sé talið, að smjörlíki sé almennt blandað með 5% af íslenzku smjöri, og mætti setja það t. d. sem hámark í 6. gr. Þetta vildi ég biðja hv. n. að athuga, því eins og frv. er nú, er stjórninni ásamt Búnaðarfél. Íslands í sjálfsvald sett, hve hár þessi hundraðshluti er.