20.03.1933
Efri deild: 29. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 797 í B-deild Alþingistíðinda. (746)

31. mál, tilbúningur og verslun með smjörlíki og fl.

Pétur Magnússon:

Af því að hv. frsm. landbn. hefir nú, að því er hann telur, lokið ræðutíma sínum í þessu máli, þá hefir hann óskað eftir því, að ég svari fyrir n. hönd þeim aths., sem fram koma.

Hv. 2. landsk. vil ég þá segja það, að sé það rétt, er hann segir, og ég vil ekki efa, að mikið af smjöri sé notað við kökugerð og þ. h., þá get ég ekki séð, að neinn skaði sé skeður, þótt smjörlíki það, sem þar er notað, sé blandað því smjörmagni, sem frv. þetta ákveður. Það þarf aðeins minna smjörmagni við að bæta til að ná því magni, sem hv. þm. segir, að notað sé við kökugerð. Undanþága, sem gefin væri um blöndun smjörlíkis, er ég hræddur um, að gæti orðið misnotuð. Ég sé engu tapað, þótt ákvæði frv. um blöndun nái einnig til iðnaðarsmjörlíkis. Og ég held, að ekki sé rétt að rugla l. með slíkri undanþágu. (JBald: Það mundi verka sem innflutningsbann!) Eftir frv. verður allt það smjörlíki, sem hér má selja og nota, blandað sömu hlutfallstölu af smjöri, svo það getur engan mismun gert.

Út af þeirri aths. hv. þm., að 1. muni verða misnotuð til að halda uppi verði á smjörlíki, þá vil ég segja það eitt, að ráðh. á að vera vel treystandi til að koma í veg fyrir slíka misbeitingu 1.

Út af till. hv. þm. Hafnf. vil ég segja það, að enda þótt ég sé honum og hv. l. landsk. sammála um það, að ekki sé æskilegt, að farið verði að flytja inn eða framleiða hér eftirlíkingar þær, er um getur í frv., þá sé ég þó enga hættu fólgna í því, að eftirlit verði haft með slíkri framleiðslu, ef til kæmi. Þótt þetta eftirlit sé fellt úr frv., þá er þó jafnheimilt eftir sem áður að flytja inn eða framleiða hér þessi líki — mjólkurlíki, rjómalíki og ostalíki. Ef tilgangi brtt. hv. þm. ætti að ná með aðstoð 1., þá yrði beint að setja bann í frv. í stað þessa. En þar sem það er upplýst, að um tilbúning á þessum vörum er alls ekki að ræða hér, og lítið eða jafnvel ekkert innflutt af þeim, þá er varla næg ástæða til þess að hlaupa upp til handa og fóta til að setja slíkt bann. Ég álít, að til þess að gera þetta nú, sé málið ekki nægilega rannsakað. Það er að vísu óheppilegt, ef farið yrði að nota mjólkurlíki við framleiðslu smjörlíkis í stað mjólkur. En slíkt er vitanlega ekki fyrirbyggt með því að fella hið almenna eftirlit úr frv. Ég álít þvert á móti, að meiri trygging gegn misnotkun felist í því, að eftirlitinu sé haldið. — Ég verð því fyrir mína hönd og n. að mæla á móti því, að þessar brtt. séu samþ.