12.04.1933
Efri deild: 49. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 803 í B-deild Alþingistíðinda. (760)

31. mál, tilbúningur og verslun með smjörlíki og fl.

Frsm. (Jón Jónsson):

Þetta frv. er komið til okkar aftur frá Nd. og hefir þar tekið örlitlum breyt., sem landbn. Nd. flutti á þskj. 334. Við 4. gr. er bætt inn í seinni málsgr.: „Bannað er, að orðin smjör, mjólk og rjómi eða nokkur orð eða myndir, sem minnt geti á landbúnaðarafurðir, séu notuð í sambandi við vörur þær, sem lög þessi fjalla um, á nokkurn annan hátt en í vöruheitunum sjálfum, svo sem þau eru skilgreind í 1. gr.“.

Aðalbreyt. er við 6. gr., þar sem fyrirskipað er, að útlent smjörlíki skuli blandað íslenzku smjöri, sama hundraðshluta og ákveðið er um innlent smjörlíki, og fari sú blöndun fram undir sama eftirliti og öll smjörlíkisgerð hér á landi. 3. breyt. er í því fólgin, að bætt er aftan við síðustu málsgr. 9. gr. orðunum: „svo og um hámarksverð á smjörlíki, sem blandað er smjöri“. Geri ég ekki ráð fyrir, að menn muni hafa nokkuð við frv. að athuga, og mælir landbn. með því, að það verði samþ. eins og það nú liggur fyrir.