23.03.1933
Neðri deild: 34. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 833 í B-deild Alþingistíðinda. (800)

21. mál, byggingarsamvinnufélög

Frsm. (Steingrímur Steinþórsson):

Hæstv. atvmrh. óskaði eftir því við 2. umr. málsins, að allshn. tæki til athugunar, hvort ekki væri hægt að takmarka stærð íbúðanna við rúmtak í stað herbergjafjölda, eins og var í 1. frá í fyrra. N. hefir komizt að þeirri niðurstöðu, að þetta mundi vera rétt og hæfileg stærð á þessum grundvelli mundi vera 500 tenm. fyrir hverja íbúð, eða þá hvert hús, ef byggt er í smábyggingum. Samvæmt þessu leggur n. til, að sett verði sú hámarksstærð íbúða í hús, sem reist eru eftir þessum 1. Hv. þm. Str. hefir flutt brtt. á þskj. 221 viðvíkjandi þessu atriði, og ætla ég ekki að koma inn á efni hennar fyrr en hv. flm. hefir mælt fyrir henni. Þetta var rætt rækilega við 2. umr., og því ekki ástæða til að fjölyrða um það nú.