27.04.1933
Efri deild: 57. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 836 í B-deild Alþingistíðinda. (808)

21. mál, byggingarsamvinnufélög

Frsm. (Pétur Magnússon):

Við 1. umr. málsins hér í deildinni gerði hæstv. atvmrh. grein fyrir þeim breyt., sem frv. þessu er ætlað að gera á gildandi lögum um byggingarsamvinnufélög. Sé ég því ekki ástæðu til að endurtaka það nú.

Allshn. hefir haft frv. til athugunar og orðið sammála um að leggja til, að það nái fram að ganga. Hún ber þó fram eina brtt. við 3. gr. þess. Eins og gr. nú er orðuð liggur næst að skilja hana á þann veg, að ríkissjóður skilmálalaust skuli bera ábyrgð á þeim lánum, er byggingarsamvinnufélag tekur. N. telur hinsvegar sjálfsagt, að það sé komið undir áliti fjmrh. í hvert sinn, hvort rétt sé, að ríkið taki ábyrgð á slíkum lánum, og hefir því lagt til, að frvgr. verði breytt í það horf. Með þessari einu breyt. vil ég fyrir h. n. leggja til., að frv. nái fram að ganga.