21.03.1933
Efri deild: 30. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 841 í B-deild Alþingistíðinda. (822)

25. mál, stjórn vitamála og um vitabyggingar

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Út af spurningu hv. 2. landsk. um ákvæði 2. gr. um skipun vitamálastjóra, þá get ég svarað því, að ég veit ekki betur en að þetta ákvæði sé nýtt. En skipun ýmsra hliðstæðra starfsmanna ríkisins er í höndum konungs, og n. sá ekki ástæðu til annars en að þessi starfsmaður væri skipaður eins samræmis vegna.

Hvað snertir 1. gr., þá sé ég ekki ástæðu til þess að taka hana aftur, og sé ekkert athugavert við það, þó brtt.samþ. við 2. umr., og eitthvað þurfi að laga orðalag hennar síðar. En n. er áhugamál, að þessar brtt. komist inn í frv. Ég ætla, að það sé fullkomlega þinglegt, enda hygg ég, að fordæmi verði fundin fyrir því, að brtt. séu samþ. við 2. umr. og síðan athugað í n. til 3. umr., hvort ástæða sé til að bæta till. að einhverju leyti eða orða hana betur.