04.05.1933
Neðri deild: 64. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 847 í B-deild Alþingistíðinda. (853)

25. mál, stjórn vitamála og um vitabyggingar

Jóhann Jósefsson:

Mér virðist hv. frsm. n. ekki vera viðstaddur, en ég get skýrt frá því, að um þetta hefir verið rætt í sjútvn., en n. hefir ekki getað fallizt á þessa till. Hv. flm. hafði mælzt til þess við mig, að ég legðist ekki á móti þessu máli, en síðan hefi ég fengið þær upplýsingar, að það stæði nokkuð sérstaklega á um þennan vita, svo að mér og n. virðist ekki rétt að taka hann upp í frv. Þessi viti er nokkurskonar príatviti kaupstaðarins. Nú stendur svo á, að Seyðisfjarðarkaupstaður þarf mjög litlu að verja til hafnarmála, höfnin er þar svo góð frá náttúrunnar hendi. Seyðisfjarðarkaupstaður hefir byggt vitann, og þeim ætti ekki að veitast það erfitt að halda honum við, enda lætur næst, að þessi viti sé beinlínis innsiglingarviti til Seyðisfjarðar.

Ég vildi aðeins láta álit n. koma fram, þar sem hv. frsm. er ekki viðstaddur.