04.05.1933
Neðri deild: 64. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 849 í B-deild Alþingistíðinda. (856)

25. mál, stjórn vitamála og um vitabyggingar

Dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Ég vil biðja hv. þdm. að athuga það, að það skiptir ríkissjóð miklu máli, hvort frv. verður að lögum eða ekki, því að ef það verður samþ., þá er skylda ríkisins að byggja vitann upp. Nú hefir þingið ráðstafað fjárveitingum fyrir þetta ár, og því. ekkert fé fyrir hendi til þess að ráðast í þetta. Bæjarstjórnina er vitanlega ekki hægt að skylda til þess að byggja vitann upp; það er hennar einkamál, sem ekki kemur öðrum utan bæjarins við. Hún getur byggt hann upp eða látið hann drafnast niður, eftir því sem henni sýnist.