27.04.1933
Efri deild: 57. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 883 í B-deild Alþingistíðinda. (906)

5. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

Jakob Möller:

Ég vil leyfa mér að lýsa fyrir hv. þdm. brtt., en ég mun bera fram. Fyrst hv. 5. landsk. hefir borið fram brtt. við 7. lið og lækkað um helming tillagið til ríkissjóðs, þá þykir mér rétt að stíga skrefið til fulls og leggja það til, að tekjurnar renni óskiptar til menningarsjóðs, enda ekki um svo mikið að ræða, að það taki að skipta því. Ég leyfi mér því að afhenda hæstv. forseta skrifl. brtt. þess efnis.