27.04.1933
Efri deild: 57. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 883 í B-deild Alþingistíðinda. (909)

5. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

Jón Baldvinsson:

Ég vildi líka koma með brtt., en þetta mál gengur svo rösklega áfram, að það er dag eftir dag til umr.till., sem ég vildi koma með, er við 3. lið. Þetta efni var nú rætt allýtarlega við 2. umr., og skildist mér þá á hæstv. fjmrh., að við hann mætti tala um slíka breyt. á þessum lið. Í till. er gert ráð fyrir, að 200 þús. kr. af tekjum tóbakseinkasölunnar renni svo sem áður var til byggingar- og landnámssjóðs og byggingarfélags verkamanna, 100 þús. kr. til hvors. Vil ég vænta þess, að deildin leyfi þessari till. að komast að og að hæstv. fjmrh. gangi inn á hana.