07.04.1933
Efri deild: 45. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 933 í B-deild Alþingistíðinda. (973)

34. mál, fjárþröng hreppsfélaga

Frsm. (Magnús Torfason):

Ég stend upp aðeins til þess að bera fram brtt. við brtt. hv. 4. landsk., um að í stað „20 þús.“ komi: 30 þús. Eftir því eiga uppboð að fara fram, ef um stórvirki er að ræða. Þá ætti hv. 1. landsk. að vera fullnægt. Hann sagði, að ég hefði rangfært orð hans. Ég skrifaði þau niður um leið og þau voru töluð og verð því að líta svo á, að hv. 1. landsk. vilji nú ekki standa við það, sem hann áður hefir sagt, og get ég verið honum samþykkur í því.