10.04.1933
Efri deild: 47. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 934 í B-deild Alþingistíðinda. (978)

34. mál, fjárþröng hreppsfélaga

Frsm. (Magnús Torfason):

Ég er nú steindauður við þessa umr. (Forseti: Hv. þm. fær að gera aths., svo að hann er ekki steindauður). Það er gott, að hæstv. forseti vill lífga mig við. Ég stend upp m. a. til að taka aftur brtt. mínar á þskj. 374 og 375, þar sem hv. 4. landsk. hefir lýst því yfir, að hann muni og taka aftur sína brtt. á þskj. 374.

Þá vil ég f. h. n. kynna mönnum brtt. n. á þskj. 373. Þar er lagt til að gera þá breyt., að sýslusjóðir skuli leggja fram helming móts við ríkissjóð, en í frv. stendur, að þeir skuli leggja fram jafnmikið. Ennfremur hefir n. til viðbótar við till. hv. 1. landsk. komið með breyt. við fyrirsögn frv., að þar standi „hreppsfélaga“ í staðinn fyrir sveitarfélaga, því að hv. 1. landsk. leggur til, að þessi ákvæði eigi aðeins að ná til hreppsfélaga, en ekki kaupstaða. Ég skil vel, að hv. 1. landsk. samkv. stöðu sinni vill gjarnan, að höfuðborgin sé undanþegin þessum ákvæðum; það er metnaðarmál fyrir hann að nokkru leyti. Hann hefir það til síns máls, að það er vitanlegt, að ef sú ógæfa kæmi fyrir, að Rvík þyrfti á slíkum 1. að halda, þá yrði bænum auðvitað hjálpað með sérstökum l. En hvað hina kaupstaðina snertir, þá er ekki svo að skilja, að ég líti svo á, að ekki geti að því rekið, að þeir þyrftu eftirgjafar við. Það er vitanlegt, að þeir kaupstaðir eru til, sem þyrftu mikillar eftirgjafar við, jafnvel svo hundruðum þúsunda skipti, hvernig sem hægt verður að skipa þeim málum. Ég vænti þess, eftir að ég hefi gefið þessa yfirlýsingu, að fulltrúar kaupstaðanna líti svo á, að við sveitakarlarnir megum vera nokkurnveginn einráðir um, hvernig eigi að haga þessum 1. að öðru leyti en þessu, að þau verði ekki öðrum að tjóni.