10.04.1933
Efri deild: 47. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 936 í B-deild Alþingistíðinda. (982)

34. mál, fjárþröng hreppsfélaga

Ingvar Pálmason:

Út af síðustu orðum hæstv. dómsmrh. vil ég vekja athygli á því, að hvað sem mannfjölda á Akranesi og Norðfirði líður, er aðstaðan allt önnur. Akranes heyrir þannig undir sýslufélag, en Norðfjörður og Seyðisfjörður ekki. Þessi aðstöðumunur gerir það að verkum, að ég álít rétt að aðskilja þetta. Bæjarfélög hafa venjulega víðtækari starfsemi með höndum en hreppsfélögin, enda starfa þau undir öðru fyrirkomulagi. Þarf að taka þetta til greina, því að það á að ráða skiptingunni, en ekki mannfjöldinn.