06.11.1933
Neðri deild: 3. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 51 í B-deild Alþingistíðinda. (102)

1. mál, stjórnarskipunarlög

Fors.- og fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson):

Þetta frv. er lagt fyrir hv. Alþingi samkv. 76. gr. stjórnarskrárl.

Stjórnarskrármálið er svo kunnugt, að fyrir frv. þarf ekki langan formála, enda verður því ekki breytt, ef það á fram að ganga. En þótt svo sé, þykir þó stjórninni rétt að leggja til, að kosin verði 7 manna n„ er frv. verði vísað til. Til sömu n. ætti svo að vísa kosningalagafrv. Vil ég geta þessa, svo hv. þm. geti haft það til hliðsjónar við kosningu n. Kosning í þessa n. getur farið fram í dag eða á morgun, eftir því hvort flokkar þingsins eru við búnir að gera till. um nefndarmenn.