16.11.1933
Efri deild: 11. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 13 í D-deild Alþingistíðinda. (1032)

21. mál, rafveita Austur-Húnavatnssýslu

Jón Baldvinsson:

Það er skiljanlegt, þó að þm., búsettir í fjarlægum héruðum langt frá Rvík, séu dálítið tregir í slíku stórmáli sem virkjun Sogsins er, meðan þeir geta synt og sannað, að þeir menn, sem telja verður, að mál þetta varði mestu, eins og meiri hl. bæjarstj. Rvíkur og borgarstjóri, eru hvorki heilir eða hálfir í málinu, og gera jafnvel ekkert annað en spilla fyrir framgangi þess.