20.11.1933
Efri deild: 14. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 13 í D-deild Alþingistíðinda. (1036)

21. mál, rafveita Austur-Húnavatnssýslu

Frsm. (Magnús Jónsson):

Eins og nál. á þskj. 67 ber með sér, hefir fjvn. mælt með því, að þáltill. þessi verði samþ. óbreytt.

Svo ýtarleg grg. og álitsskjal fylgdu þáltill., að ég sé ekki ástæðu til umr. um hana. Eftir að hafa athugað gjaldskrána, sem þáltill. fylgir, þykir n. líklegt, að fyrirtækið muni bera sig. Enda hefir ráðh., eftir 1. um raforkuveitur frá árinu 1932, vald til þess að hafa hönd í bagga með um gjaldskrá fyrirtækisins. Ég flyt þau boð frá n., að hún vill, að till. verði samþ. óbreytt.