24.11.1933
Neðri deild: 18. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 16 í D-deild Alþingistíðinda. (1049)

21. mál, rafveita Austur-Húnavatnssýslu

Frsm. (Pétur Ottesen):

Þessi þáltill. um heimild fyrir stj. til þess að ábyrgjast lán handa rafveitu Austur-Húnavatnssýslu er búin að ganga gegnum hv. Ed. og náði þar einróma samþykki. Það hefir verið ófravíkjánleg regla hjá Alþ., þegar um rafveitufyrirtæki hefir verið að ræða, par sem að baki standa kaupstaðir eða sýslufélög, að heimila stj. að ganga í ábyrgð fyrir lánum til þessara fyrirtækja. Er þetta því í algerðu samræmi við það, sem áður hefir verið heimilað í þessu efni, þegar um jafnmikilsverið þjóðþrifafyrirtæki sem rafveitumálin eru hefir verið að ræða. Leggur n. einróma til, að till. verði samþ.