22.11.1933
Neðri deild: 16. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 74 í D-deild Alþingistíðinda. (1165)

40. mál, útrýming fjárkláðans

Atvmrh. (Þorsteinn Briem):

Út af því, sem hv. tillögumaður sagði, vil ég taka það fram, að þáltill. um kláðamálið á síðasta þingi var ekki afgr. og kom því ekki til kasta stj. að framkvæma hana. Hinsvegar mun sýslunefndum verða skrifað og þær beðnar um upplýsingar í málinu, og stj. hefir þegar reynt að standa í sambandi við dýralæknana um ráð til útrýmingar fjárkláðanum. Þar sem hinsvegar þáltill. var ekki afgr. á síðasta þingi, sá stj. sér ekki skylt að hafa neinar tillögur af sinni hálfu tilbúnar fyrir þetta þing.

Viðvíðkjandi því, sem hv. till.maður talaði um útrýmingarsvæði, get ég endurtekið það, sem ég sagði áðan, að nú eru farartálmar milli héraða að mestu leyti horfnir fyrir sauðfé, svo það virðist mjög valt að treysta því, að hægt sé að fara aðra leið en þá, að láta böðun fara fram um allt land sama veturinn, ef von á að vera um útrýmingu kláðans.