13.11.1933
Efri deild: 8. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 144 í C-deild Alþingistíðinda. (1191)

16. mál, takörkun eða bann á innflutningi á óþörfum varningi

Ingvar Pálmason:

Ég vil aðeins taka undir það með hv. flm. þessa frv., að ég tel ekki þörf á að ræða það mjög á þessu þingi, og mun ég sýna það í verki betur en hann gerði, því að hann hefir þegar flutt um það alllanga ræðu. Ég mun svo aðeins með atkv. mínu láta það koma í ljós, að ég tel, að það liggi ekki fyrir knýjandi ástæður í landinu til þess að heimta afnám á innflutningshöftunum.

Hv. flm. talaði mikið um, að höftunum hefði verið ranglega beitt. Um það skal ég ekki dæma, en hygg, að ekki hafi verið stórkostlegar misfellur á því, og geri ég ráð fyrir, að það sé mjög orðum aukið. A. m. k. mun það ekki hafa komið í ljós úti um land. Ég er ekki svo kunnugur hér í Rvík, að ég vilji nokkuð fullyrða um framkvæmd þeirra par. Ég tel mjög varhugavert að fella innflutningshöftin úr gildi, og alveg ástæðulaust að taka það mál til meðferðar á þessu aukaþingi. Ég álít óþarft að ræða meira um málið. Reynslan hefir sýnt og sannað, að höftin eru búin að gera gagn undanfarin missiri. Þau hafa dregið úr eyðslunni í landinu og skuldasöfnun landsmanna erlendis, og þessi rök nægja mér.