24.11.1933
Neðri deild: 18. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 84 í D-deild Alþingistíðinda. (1194)

59. mál, styrkingu Vestmannaeyjakaupstaðar til kaupa á dýpkunarækjum

Flm. (Jóhann Jósefsson):

Ég hefi minnzt á það í grg. þessarar till., að í l. frá 1930 var ákveðið, að 110 þús. kr. skyldi varið til dýpkunar og annara mannvirkja og viðgerða á hafnargörðum Vestmannaeyja. Þessi fjárveiting hefir ekki verið notuð nema að litlu leyti til byggingar stórskipabryggju. Nú er svo komið, að bryggjan er byggð og þykir hin prýðilegasta, þó hún sé ekki fullgerð. Vöruskip komast inn um flóð, en höfnin er svo grunn, að það er til stórbaga. Álit þeirra Vestmannaeyinga og verkfræðinga héðan úr Rvík, sem hafa kynnt sér þetta mal, er það, að framhaldandi hafnarbæur séu háðar því, að hægt sé að dýpka höfnina, svo að vöruskip geti komizt inn að bryggju, þó lagt sé í sjó, og botnlagið er þannig, að það er mögulegt. Hafnarnefnd Vestmannaeyja hefir ákveðið að ráðast í að koma þessu í framkvæmd og hefir í samráði við vitamálastjóra fengið Finnboga Rút Þorvaldsson, sem né er í utanlandsferð, til þess að leita fyrir sér um hentugt dýpkunartæki.

Till. miðar að því að heimila stj. að verja því, sem eftir er af þessari fjárveitingu, til að eignast það tæki, sem hér um ræðir. Við sjáum, að það er ekki hægt fyrir bæinn að komast af án þess að eiga sjálfur dýpkunartæki, því dýpkunin á höfninni verður að fara fram nokkuð í köflum; það er ekki hægt að taka hana alla í einu, heldur verður að taka vissa kafla árlega og halda áfram um ófyrirsjáanlegt árabil, þangað til höfnin er orðin sæmilega djúp. Vitaskuld er hugsunin sú, að byrja á innsiglingunni og hæfilegri rennu inn að stórskipabryggjunni. Sömuleiðis þarf að dýpka bátaplássið, vegna þess að sumir stærstu bátarnir, sem ganga frá Eyjum, geta ekki komizt inn á höfnina, þegar lágsjávað er. Er þetta enn ein ástæða fyrir því, að þetta dýpkunarverk þurfi að framkvæma.

Hér á árunum var fengið hingað dýpkunarskip, og það er mælt, að í Vestmannaeyjum hafi orðið beztur árangur, vegna þess, hvernig botnlagið var. Til þess var notað mikið fé, 50–60 þús. kr. En slíkar ígripadýpkanir eru ekki til frambúðar.

Ég skal svo ekki fjölyrða meira um þetta. Ég vona, að d. sjái sér fært að taka vel í þessa till., þar sem ekki er um neina nýja fjárveitingu að ræða, heldur ítrekun á því, sem áður hefir verið samþ.