02.12.1933
Neðri deild: 24. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 87 í D-deild Alþingistíðinda. (1207)

59. mál, styrkingu Vestmannaeyjakaupstaðar til kaupa á dýpkunarækjum

Frsm. (Jóhann Jósefsson):

Sjútvn. hefir mælt með þessari till. eiginlega einum rómi. Að vísu hafa tveir skrifað undir nál. með fyrirvara, sem mér er eiginlega ekki ljóst, hvað þýðir. Áliti n. fylgir, eins og þskj. ber með sér, umsögn vitamálastjóra. En hennar var sérlega beiðzt af hv. þm. Borgf., sem fól n. að afla sér upplýsinga hjá vitamálastjóra um dýpkunartæki yfirleitt, og svo við Vestmannaeyjar sérstaklega. Af bréfinu er það sýnt, að hann álítur, að í Vestmannaeyjum þurfi að vera til tæki, sem bærinn getur notað til dýpkunar hafnarinnar smátt og smátt, eftir því sem fjárhagur leyfir.

Ég vil ekki orðlengja neitt um þetta frekar. Fskj. talar svo ljósu máli, að ekki þarf við að bæta frá minni hálfu. Hinsvegar sé ég, að fram eru komnar tvær brtt., önnur a. þskj. 249 og hin á þskj. 250. þeir flm., sem að þeim standa, eru hv. þm. Borgf. og hv. þm. Snæf. Ég skal taka það fram, að ég hefi ekkert að athuga við þessar till. Ég álit, að ekki séu í þeim sett þau skilyrði, sem óaðgengileg megi teljast fyrir Vestmannaeyjakaupstað, en hinsvegar finnst mér, að báðar þessar till. geti tæpast komið til greina. Verði báðir tölul. á þskj. 249 samþ., sem ég hefi ekkert á móti, þá virðist till. á þskj. 250 þar með óþörf. — Vona ég svo, að d. geti fallizt á réttmæti þessarar till., og vil fyrir mitt leyti ekki leggjast á móti þeim breyt., sem hv. þm. hafa farið fram á.