02.12.1933
Neðri deild: 24. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 88 í D-deild Alþingistíðinda. (1209)

59. mál, styrkingu Vestmannaeyjakaupstaðar til kaupa á dýpkunarækjum

Pétur Ottesen:

Ég sé, að út af tilmælum, sem ég bar fram við fyrri umr. þessa máls, nefnil. að taka til athugunar í þessu sambandi það, sem fyrir liggur, að afla til landsins nauðsynlegra dýpkunartækja við hafnargerðir, hefir n. snúið sér til vitamálastjóra. Það kemur að vísu fra,m í þessu bréfi hans, að sú nauðsyn, að gerðar séu ráðstafanir til að fá dýpkunartæki til landsins, sé brýn og aðkallandi. En hann lítur þó svo á, að þótt til þess kæmi, myndi Vestmannaeyjakaupstaður þurfa að hafa ráð yfir tæki til sinna eigin afnota. Hinsvegar bendir hann á, að bæta mætti úr brýnstu þörfinni með því, að tæki það, sem Vestmannaeyjngar ætla nú að kaupa og fara fram á að fá styrk úr ríkissjóði til, fái ríkissjóðsstyrkinn með því skilyrði, að Vestmannaeyjar láti þetta tæki af hendi, þegar vel stendur á fyrir þeim, til afnota annarsstaðar. Nú hefir n. ekki tekið upp þessa till., sem felst í bréfi vitamálastjóra, og því hefi ég borið fram brtt. um þetta efni. Það er gengið út frá því sem vísu, að tækin, sem keypt verða, séu þannig úr garði gerð, að hægt sé að flytja þau hafna á milli. Því að annars eru þau einungis til afnota fyrir Vestmannaeyjar. Hv. frsm. hefir fallizt á þessar brtt. mínar og hefir ekkert við þær að athuga. Ennfremur er komin fram brtt. á þskj. 250; og gengur hún í sömu átt og síðari liður minnar till. Vil ég því vona, að hv. þm. Snæf. geti tekið sína till. aftur, ef háðir liðir minnar till. verða samþ., og geti málið orðið afgr. á þeim grundvelli. Þótt það sé ljóst, að með því að sinna þannig þörfum einstakra kaupstaða og verja til þess fé, þá getur það orðið til þess, að drattur verði á, að fengin verði fullkomnari dýpkunartæki til landsins. Því meira fé, sem bundið er í litlum og ófullkomnum dýpkunartækjum til staðbundinna nota, því erfiðara reynist vitanlega að afla nægra fjárframlaga til að fullnægja þeirri almennu þörf, sem á því er, að fengið sé til landsins fullkomið og hraðvinnt dýpkunartæki.